fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Darren Ambrose: Kane mun eyðileggja orðspor sitt ef hann reynir að knýja fram sölu

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 19. júlí 2021 12:30

Harry Kane var lengi orðaður við ManchesterCity. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darren Ambrose, fyrrverandi leikmaður Crystal Palace segir að Harry Kane muni eyðileggja orðspor sitt hjá Tottenham ef hann reynir að knýja fram sölu frá klúbbnum.

Ambrose er sannfærður um að fyrirliði enska landsliðsins sé ekki týpan til að neita að mæta á æfingar með liðinu til að þvinga sölu.

Tottenham höfnuðu 100 milljón punda boði Man City í leikmanninn í síðasta mánuði. Spurs vilja ekki selja framherjann sem á þrjú ár eftir af samning sínum við félagið. Ambrose er harður á því að Kane eigi að virða samninginn og ósk Tottenham um að halda í hann.

Þú ættir alltaf að mæta. Þú ert á samningi,“ sagði hann í samtali við talkSPORT.

Munnlegur samningur hefur ekkert að segja. Nákvæmlega ekki neitt – sérstaklega ekki ef að Daniel Levy er eins og kunnugt er, hann er alræmdur fyrir að vera harður í horn að taka. Hann mun hafa sagt hvað sem er til að fá Kane til að skrifa undir samninginn í upphafi.“

Ambrose segir að Kane gæti eyðilagt orðspor sitt hjá félaginu ef hann vanvirðir klúbbinn.

Hann er aðalmaðurinn í liðinu, og hylltur af stuðningsmönnunum. Ég held hann eigi eftir að eyðileggja orðspor sitt og stöðu hjá félaginu ef hann lætur verða af þessu. Hann er líka fyrirliði enska landsliðsins. Ég trúi ekki að hann muni neita að mæta. Ég þekki hann ekki persónulega, en hann virkar eins og topp maður. Ef hann neitar að mæta, og Daniel Levy fær ekki gott boð eða boðið sem hann vill fá í hann, gæti hann einfaldlega sagt honum að vera heima.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Haaland tjáir sig um Grealish – Segist sakna hans á hverjum degi

Haaland tjáir sig um Grealish – Segist sakna hans á hverjum degi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu seinna mark Rashford í kvöld – Gjörsamlega geggjað skot

Sjáðu seinna mark Rashford í kvöld – Gjörsamlega geggjað skot
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enski landsliðsmaðurinn áfram á blaði Chelsea – Fylgjast með samningaviðræðum hans

Enski landsliðsmaðurinn áfram á blaði Chelsea – Fylgjast með samningaviðræðum hans
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Táknmynd glataðra tækifæra að losna úr fangelsi – Unnusta hans lést eftir af hafa tekið heróín

Táknmynd glataðra tækifæra að losna úr fangelsi – Unnusta hans lést eftir af hafa tekið heróín
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar
433Sport
Í gær

Skýr skilaboð eftir hörmulega byrjun – Fær nýjan samning

Skýr skilaboð eftir hörmulega byrjun – Fær nýjan samning