Japhet Tanganga varnarmaður Tottenham hefur tjáð sig um leikstíl liðsins á komandi tímabili. Hann segir öruggt mál að liðið muni spila sóknarbolta.
„Ég get sagt það fyrir víst að við munum sækja. Það er vegna þess að við höfum lagt áherslu á það á æfingum, á að pressa og tileinka okkur hugmyndir hans.“
Tanganga á þar við Nuno Espirito Santo, nýja stjóra Tottenham en hann tók við liðinu í sumar eftir fjögur ár við stjórnvölinn hjá Wolves.