Manchester United hafði betur gegn Rooney og lærlingum hans í Derby í æfingarleik liðanna á Pride Park í dag. United vann leikinn 2-1 þar sem Tahith Chong og Facundo Pellistri skoruðu fyrir þá rauðklæddu en Colin-Kazim Richards minnkaði muninn fyrir Derby County á 70. mínútu með góðu skoti fyrir utan teig.
Tom Heaton spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United en hann byrjaði í markinu í fyrri hálfleik áður en Lee Grant kom inn á í þeim seinni. Jesse Lingard spilaði einnig sinn fyrsta leik fyrir félagið í meira en sex mánuði og var nærri því að skora í seinni hálfleik en skot hans small í slánni.