Íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson tilkynnti á Twitter í fyrradag að hann væri á förum frá dönskum meisturum Bröndby eftir 5 ára veru. Hann vann tvo titla með félaginu, danska bikarinn árið 2018 og dönsku Superliga í fyrra.
,,Eftir 5 ár og 150 leiki er félagið komið aftur þar sem það á heima, á toppi dönsku deildarinnar. Ég vil þakka stuðningsmönnum, liðsfélögum, starfsmönnum og öllum í Bröndby fyrir mig. Ég vonast til að sjá ykkur aftur. Einu sinni Bröndby, ávallt Bröndby,“ sagði Hjörtur í kveðju sinni.
Hann mun leika með Pisa í ítölsku B-deildinni á næsta tímabili.
Færlsuna má sjá hér að neðan.
5 år 150+ kampe senere og endelig er klubben tilbage hvor den hører til, på toppen af dansk fodbold. Til fansene, medspillere, stab og alle omkring Brøndby IF lyder det et stort tak! Jeg håber jeg kommer til at se jer igen.
Engang Brøndby, altid Brøndby.
På gensyn, Hjörtur pic.twitter.com/6McZo9Pmxf— Hjörtur Hermannsson (@hjorturhermanns) July 16, 2021