fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

„Við höfðum engan áhuga á því að koma hérna og spila fótbolta“

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 17. júlí 2021 18:30

Heimir Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍA tók á móti Val í 13. umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. Þar höfðu Skagamenn betur og var Heimir Guðjónsson vægast sagt ósáttur við leik sinna manna. Hann hafði þetta að segja við Stöð 2 Sport eftir leik:

„Ég óska Skagamönnum til hamingju með sigurinn. Þeir voru miklu betri en við og þetta var vel uppsettur leikur hjá Jóa Kalla. Við höfðum engan áhuga á því að koma hérna og spila fótbolta og hvað þá að berjast,“ sagði Heimir við Stöð 2 Sport eftir leik.

„Ég þarf að finna út úr því afhverju. Það vita það allir að ef þú ert ekki með grunnatriðin á hreinu í fótbolta þá lendirðu í veseni og við vorum ekki með þau á hreinu og vorum aldrei að klára varnarleikinn sem lið.“

„Menn voru alltaf að hugsa um að komast í sókn og sóknarlega var þetta bara eitthvað tiki taka smáspil og 5 metra sendingar og við áttum bara ekkert skilið út úr þessum leik. Kaj Leo og Sverrir voru þeir einu með lífsmarki í Valsliðinu í dag.“

„Við urðum okkur sjálfum og klúbbnum til skammar í dag.“

Valsliðið spilaði Evrópuleik í vikunni en Heimir telur að það hefði ekki átt að hafa áhrif.

„Evrópuleikurinn var á þriðjudag, það er laugardagur í dag, það er nógur tími til að hvíla sig. Við vorum aldrei klárir í þennan leik og trítuðum þennan leik bara eins og æfingaleik á undirbúningstímabilinu.“

„Við förum yfir þetta í vikunni og reynum að laga þetta. Þegar hugarfarið er ekki gott þá spilaru engan fótbolta og það hefur ekkert breyst frá því að við vorum að spila,“ sagði Heimir að lokum við Stöð 2 Sport eftir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fylgjast með hvort Chelsea brjóti á réttindum leikmanna

Fylgjast með hvort Chelsea brjóti á réttindum leikmanna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haaland tjáir sig um Grealish – Segist sakna hans á hverjum degi

Haaland tjáir sig um Grealish – Segist sakna hans á hverjum degi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu seinna mark Rashford í kvöld – Gjörsamlega geggjað skot

Sjáðu seinna mark Rashford í kvöld – Gjörsamlega geggjað skot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti
433Sport
Í gær

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Í gær

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool