Adidas þurfti að leiðrétta vandræðalega villu þegar nýjasta Manchester United treyjan var tilkynnt eftir að kvenkyns stjarna félagsins, Millie Turner, benti á að hún hefði verið kölluð Amy Turner í auglýsingunni.
Turner er varnarmaður og hefur verið hjá félaginu í þrjú ár og á samning hjá adidas í tvö ár. Hún var alls ekki sátt þegar hún benti fyrirtækinu á villuna á Twitter.
„Þar sem ég hef verið hjá Manchester United í þrjú ár og íþróttamaður á samning hjá adidas í tvö…þá myndi maður halda að adidas vissi nafnið mitt,“ sagði Turner á Twitter.
Considering I’ve been at Manchester United for 3 years and an adidas athlete for 2… You’d like to think adidas would get my name right.🤦🏼♀️ pic.twitter.com/S3wp18FEf5
— Millie Turner (@MillieTurner_) July 15, 2021
Adidas baðst fljótt afsökunar á atvikinu og vildi reyna að bæta úr þessu með því að gefa hennar helstu aðdáendum treyjur.
Færslan hennar Millie hefur vakið mikla athygli á Twitter og hafa margir sent henni stuðningsrík skilaboð.