Miðverðir eru gríðarlega mikilvægir í fótbolta en spilamennska þeirra hefur þróast mikið síðustu ár. Sport Bible tók saman lista yfir þá 10 bestu í heiminum í dag. Notast var við ýmsa tölfræði frá WhoScored yfir alla miðverði á síðasta tímabili ásamt því að meta árangur og framlag síðustu ár.
Ruben Dias er í toppsæti listans en hann átti frábært tímabil með Manchester City og var af mörgum talinn leikmaður tímabilsins. Guardiola hafði lengi reynt að finna hinn fullkomna varnarmann í leikkerfið og það gekk loksins núna.
Marquinhos er í 2. sæti listans en hann leikur með stjörnum prýddu liði PSG. Virgil van Dijk situr í 3. sætinu þrátt fyrir að hafa aðeins byrjað fimm deildarleiki á tímabilinu og verið frá stærstan hluta tímabilsins vegna meiðsla eftir hræðilega tæklingu Pickford. Hér að neðan má sjá listann yfir þá 10 bestu.
1. Ruben Dias
2. Marquinhos
3. Virgil van Dijk
4. Harry Maguire
5. Milan Skriniar
6. Raphael Varane
7. John Stones
8. Mats Hummels
9. Aymeric Laporte
10. Jose Fonte