Trevor Sinclair vill meina að hörð gagnrýni Roy Keane á Jack Grealish sé vegna þess að leikmaðurinn hafi ekki viljað spila fyrir Írland.
Keane gagnrýndi Grealish eftir úrslitaleik EM fyrir að taka ekki vítaspyrnu en þrír ungir leikmenn klúðruðu víti í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum. Grealish svaraði þessari gagnrýni og sagðist hafa viljað taka spyrnu.
„Ég trúi Jack. Hann stígur upp þegar liðið þarf á því að halda. Ég held að Roy Keane sé bara pirraður að Jack Grealish hafi yfirgefið írska liðið og farið í það enska,“ sagði Sinclair við talkSPORT.
Grealish spilaði fyrir Írland í unglingalandsliðunum frá 2011-2014. Hann var kallaður upp í A-landsliðið árið 2015 en neitaði því og vildi reyna að komast í enska liðið.
Irelands Jack Grealish is on the pitch.#EURO2020 #ENGITA pic.twitter.com/1ShFtjGmxn
— Noel Mc Govern 🇮🇪 (@noelmickedy) July 11, 2021