fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Messi sendi falleg skilaboð á 100 ára gamlan stuðningsmann

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 17. júlí 2021 21:30

Lionel Messi / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi sendi falleg skilaboð á 100 ára gamlan argentískan stuðningsmann sem heldur utan um öll mörk sem hann hefur skorað á ferlinum.

Öll tölfræði um Messi er til á netinu en Don Hernan, stuðningsmaður argentíska landsliðsins og Messi, heldur sjálfur utan öll mörk kappans. Hann hefur nú slegið í gegn á TikTok upp á síðkastið, þökk sé barnabarni hans.

Messi ákvað að senda honum skilaboð og þakka honum fyrir stuðninginn eftir sigurinn í Copa America.

„Halló Hernan. Ég heyrði af þér og sögunni þinni,“ sagði Messi.

„Mér finnst ótrúlegt að þú hafir skráð niður öll mörkin og ég vildi senda þér stórt knús og þakka þér fyrir það sem þú gerir.“

Tárvotur Don Hernan þakkaði Messi fyrir skilaboðin:

„Ég hef alltaf fylgt þér og mun alltaf gera það, til endaloka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Í gær

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir