Ensku landsliðsstjörnurnar Mason Mount, Luke Shaw, Kyle Walker og Declan Rice eru allir saman í fríi á Mykonos eftir EM 2020.
England fór alla leið í úrslitaleikinn á EM þar sem liðið tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Ítalaíu.
Leikmennirnir sáust njóta sín á veitingastað og taka undir með laginu Sweet Caroline. Shaw og Mount trommuðu í borðið í takt við lagið á meðan Walker var ber að ofan og veifaði bolnum og naut sín vel. Það hefur verið afar vinsælt síðustu ár hjá knattspyrnumönnum að eyða sumarfríinu í Mykonos.
Walker tho 🥳😂 pic.twitter.com/ODK2WCGAnP
— Jo Swash (@swash_jo) July 17, 2021