fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Fyrrum enskur landsliðsmaður þolir ekki Mancini – „Hélt ekki bara með Englandi heldur vildi ég að hann myndi tapa“

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 17. júlí 2021 13:15

Roberto Mancini / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Bridge, fyrrum enskur landsliðsmaður og leikmaður Manchester City, viðurkenndi að það hafi verið erfitt að takast á við tap Englendinga gegn Ítölum í úrslitaleik EM þar sem hann hatar Roberto Mancini.

Bridge fór til Manchester City árið 2009 frá Chelsea og tók Mancini við aðeins nokkrum mánuðum síðar. Bridge var fljótt sendur á bekkinn og fór svo á lán til ýmissa liða þar til hann samdi við Reading árið 2013. Honum fannst erfitt að fylgjast með Mancini fagna árangri Ítala á mótinu þar sem þeim kemur ekki vel saman.

„Þetta særði mig þar sem ég hata Mancini. Allir vita að ég þoli hann ekki. Ég get ekki sagt að hann sé versti þjálfari sem ég hef haft, en tæknilega er hann ekki svo góður,“ sagði Bridge við The Big Stage.

„Fjölskylda mín hélt ekki bara með Englandi, heldur voru þau að vonast til þess að Mancini myndi tapa sem særði okkur enn meira. Ég tengdist aldrei við hann sem stjóra.“

„Stuðningsmenn City elska hann fyrir að hafa unnið deildina, en ef þú lítur á leikmennina og liðið sem hann hafði þá var það ástæðan fyrir sigrinum, ekki hann sem stjóri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins