fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

„Ef þú kannt að sparka í fótbolta þá geturðu komist til Ítalíu í dag“

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 17. júlí 2021 16:15

Þórir Jóhann Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Þórir Jóhann Helgason skrifaði í vikunni undir samning við ítalska félagið Lecce en hann kemur þangað frá FH.

Félagsskipti hans til ítalska félagsins voru rædd í The Mike Show á dögunum en margir íslenskir leikmenn hafa verið að fara til Ítalíu upp á síðkastið.

„Hann hefur ekkert getað í sumar, fínn í fyrstu tveimur leikjunum en svo man ég ekki eftir að hafa séð nafnið hans og það virðist vera þannig að ef þú kannst að sparka í fótbolta þá geturðu komist til Ítalíu í dag,“ sagði Mikeal Nikulásson í The Mike Show.

„Það er magnað miðað við hvar Ítalía er stödd í fótboltanum í dag. Íslendingar komust ekki inn fyrir nokkrum árum þegar Ítalía var í lægð en nú eru þeir með besta liðið í boltanum og þá hrynjast inn Íslendingar. Það eru greinilega góð sambönd til Ítalíu. Annar hver leikmaður sem stendur sig vel í nokkrum leikjum getur bara komist til Ítalíu.“

„En bara frábært hjá honum að komast þarna inn, hann er náttúrulega góður leikmaður,“ sagði Mikael Nikulásson í hlaðvarpsþættinum vinsæla.

„Það er rétt hjá Mæk að Þórir hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar en það er greinilega eitthvað í honum sem er spennandi og Ítalir sjá það“ sagði Rikki G að lokum í The Mike Show.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag