Callum Hudson-Odoi er sagður ætla að nýta sér nýjar reglur FIFA og hætta að spila með enska landsliðinu og spila með Ghana í staðinn.
Leikmaðurin eyddi nýlega tíma í Ghana en hann á rætur að rekja þangað. Þar hitti hann meðal annars forseta landsins og ræddi þar um hvernig má bæta fótboltaumgjörðina í landinu. Forsetinn á þá einnig að hafa rætt við Hudson-Odoi um að koma að spila fyrir landsliðið og virðist það hafa gengið eftir.
Ghana Sports Online segir að Hudson-Odoi hafi ákveðið að spila fyrir Ghana og hafi kynþáttaníðin sem beindist að leikmönnum enska landsliðsins fyllt mælinn. Honum líður eins og hann gæti lent í því sama ef hann haldi áfram að spila fyrir England.
Leikmaðurinn hefur spilað 3 A-landsliðsleiki fyrir England en samkvæmt reglum FIFA þá getur hann skipt um lið vegna þess að hann hefur spilað færri en fjóra leiki, leikina spilaði hann þegar hann var yngri en 21 árs og enginn leikur kom á stórmóti.