Þórir Jóhann Helgason er formlega genginn í raðir Lecce á Ítalíu. Félagið hefur staðfest þetta.
Hinn tvítugi Þórir kemur frá FH og skrifar undir fjögurra ára samning.
Miðjumaðurinn hafði verið hjá FH frá árinu 2018. Hann kom þangað frá Haukum.
Lecce leikur í Serie B. Brynjar Ingi Bjarnason er einnig á mála hjá félaginu. Hann skrifaði undir þar nýlega.
#Benvenuto Thórir Jóhann Helgason #avantilecce #onoraquestamaglia pic.twitter.com/ML2xqEK3Fw
— U.S. Lecce (@OfficialUSLecce) July 16, 2021