Diego Maradona yngri, sonur hins eina sanna Maradona, segist elska Lionel Messi. Hann segir hann vera þann hæfileikaríkasta í sögunni.
Maradona eldri er einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. Messi hefur oft verið borinn saman við hann. Sonurinn telur það hafa verið erfitt fyrir Messi.
,,Sá sem gagnrýnir Messi skilur ekki fótbolta. Það var mjög erfitt fyrir hann að vera borinn saman við föður minn en ég dýrka Messi, ég elska hann,“ sagði sonur Maradona.
Þrátt fyrir að margir telji pabba hans vera þann besta sem hefur nokkurn tímann leikið knattspyrnu þá segir Maradona yngri Messi vera þann hæfileikaríkasta.
,,Enginn í sögu fótboltans býr yfir hans hæfileikum. Ég er svo glaður með að hann hafi unnið Suður-Ameríkukeppnina.“