Argentínumaðurinn Angel Di Maria og Ítalinn Gianluigi Donnarumma fögnuðu fyrstu titlunum með landsliðum sínum með því að fá sér húðflúr. Myndir af húðflúrunum má sjá neðst í fréttinni.
Di Maria vann Suður-Ameríkubikarinn á dögunum. Lið hans vann Brasilíu í úrslitaleiknum. Hann fékk sér mynd af verðlaunabikarnum húðflúraða á sig.
Hinn ungi Donnarumma vann Evrópumótið með Ítalíu. Lið hans vann England í úrslitaleiknum. Húðflúr hans var ,líkt og hjá Di Maria, verðlaunabikarinn.
Di Maria and Donnarumma celebrated their first international trophies with tattoos 🎨 pic.twitter.com/4geG5rrswq
— ESPN FC (@ESPNFC) July 16, 2021