Skondin mynd gengur nú um netheima þar sem Leonardo Bonucci, varnarmaður ítalska landsliðsins, fagnar sigri á Evrópumótinu með leiðan enskan landsliðsmann, Harry Maguire, í bakgrunni.
Eins og flestir vita varð Ítalía Evrópumeistari í fótbolta eftir sigur á Englandi í úrslitaleik síðustu helgi. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni.
Eftir leik gekk Bonucci á als oddi og má meðal annars sjá hann á sjálfu (e. selfie) með blaðamanni þar sem þeir eru skælbrosandi.
Það sem er athugavert við myndina er að í bakgrunni er Maguire, eðlilega mjög leiður.
Savage 😭😂😭 pic.twitter.com/GrFTuqKh7T
— Footy Humour (@FootyHumour) July 15, 2021