Stjarnan fékk hrós frá andstæðingum sínum í Sambandsdeildinni í gær, Bohemians, fyrir það hvernig liðið skildi við klefann sinn eftir leik.
Stjarnan tapaði leiknum 3-0 og er úr leik. Leikið var á hinum glæsilega Aviva-leikvangi í Dublin.
Framistaðan í leiknum var kannski ekki góð en það er þó hægt að gefa leikmönnum Stjörnunnar það að klefinn var ansi hreinn eftir þá.
Hér fyrir neðan má sjá mynd sem Bohemians birti á Twitter til að þakka Garðbæingum fyrir.
Hard luck to @FCStjarnan who treated us impeccably well in Iceland and left their dressing room like this after the game 👏🏻👏🏻👏🏻 pic.twitter.com/h9FnDvpyUv
— Bohemian Football Club (@bfcdublin) July 15, 2021