fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Sádí Arabía og Ítalía íhuga að halda saman heimsmeistaramót

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 12:54

Frá Sádi-Arabíu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sádí Arabía og Ítalía eru að íhuga að reyna að fá að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu saman árið 2030. The Athletic fjallar um málið.

Þetta vekur mikla athygli í ljósi þess að um 3600 kílómetrar eru á milli landanna.

Sú hugmynd hefur einnig komið upp að Sádí Arabía reyni að fá mótið ásamt Marokkó og Egyptalandi. Það myndi hins vegar þýða að tvö síðastnefndu löndin þyrftu að halda í miklar framkvæmdir.

Bjóði Ítalía og Sádí Arabía sameiginlega í mótið er líklegt að löndin myndu keppa við Bretland og Írland. Tvær síðastnefndu þjóðirnar vilja fá að halda HM 2030 saman.

FIFA hefur hingað til ekki verið sérlega hrifið af því að lönd haldi HM saman. Nú á hins vegar að fjölga þátttökuþjóðum upp í 48 talsins fyrir HM 2026 í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Því er sambandið hlynnt því að fleiri en ein þjóð sameinist um að halda svo stórt mót.

Einhverjar áhyggjur eru þó af mannréttindamálum og stöðu verkafólks í Sádí Arabíu, fái þeir að halda mótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Goðsögn United ósátt með ákvörðun sumarsins – „Ég hafði aldrei heyrt um Lammens“

Goðsögn United ósátt með ákvörðun sumarsins – „Ég hafði aldrei heyrt um Lammens“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Unai Emery segir að Sancho sé ekki í nógu góðu formi

Unai Emery segir að Sancho sé ekki í nógu góðu formi
433Sport
Í gær

Breiðablik í pottinum á morgun

Breiðablik í pottinum á morgun
433Sport
Í gær

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni