Ítalska félagið AS Roma bíður nú eftir því að Arsenal klári kaupin á miðjumanninnum Albert Sambi Lokonga svo Ítalirnir geti klófest Granit Xhaka. Fabrizio Romano greinir frá.
Xhaka hefur verið orðaður við Roma í allt sumar. Talið er mjög líklegt að hann endi þar.
Viðræðurnar á milli Arsenal og Roma eru í fullum gangi. Xhaka vill sjálfur komast til ítölsku höfuðborgarinnar.
Lokonga er tvítugur miðjumaður sem leikur með Anderlecht. Hann er talinn eiga að leysa Xhaka af hólmi á miðjum vellinum.
Arsenal hefur nú þegar náð saman um kaupverð við belgíska félagið. Aðeins er tímaspursmál um það hvenær Lokonga verður kynntur sem leikmaður félagsins.