fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Mjólkurbikar kvenna: Þvílík dramatík er Breiðablik fór í úrslit

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 22:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik mun mæta Þrótti Reykjavík í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna. Liðið vann dramatískan sigur á Val í undanúrslitum í kvöld.

Agla María Albertsdóttir kom Blikum yfir eftir um 20 mínútna leik. Staðan í hálfleik var 1-0.

Selma Sól Magngúsdóttir tvöfaldaði forystu heimakvenna á 47. mínútu. Mary Alice Vignola svaraði þó strax með marki hinum megin og minnkaði muninn í 2-1.

Ída Marín Hermannsdóttir jafnaði svo fyrir gestina á 65. mínútu.

Breiðablik tók forystu að nýju þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Þá skoraði Taylor Marie Ziemer.

Í uppbótartíma jafnaði Fanndís Friðriksdóttir aftur fyrir Val. Allt stefndi í framlengingu.

En Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var á öðru máli. Hún skoraði sigurmark Breiðabliks stuttu síðar.

Lokatölur 4-3 í mögnuðum fótboltaleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband