Þróttur Reykjavík er kominn í bikarúrslit í kvennaflokki. Þetta er í fyrsta sinn sem Þróttur fer í úrslitaleikinn. Liðið burstaði FH á heimavelli í undanúrslitunum í dag.
Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en það voru heimakonur sem leiddu eftir hann. Linda Líf Boama skoraði markið um miðjan fyrri hálfleik.
Það var svo á síðustu 20 mínútum leiksins sem Þróttarar kláruðu dæmið.
Andrea Rut Bjarnadóttir tvöfaldaði forystu þeirra á 69. mínútu. Stuttu síðar fór Dani Rhodes langt með að gera út um leikinn er hún skoraði þriðja mark Þróttar.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir átti svo eftir að bæta einu marki við fyrir heimakonur. Lokatölur 4-0.
Þróttur mætir annað hvort Val eða Breiðabliki í úrslitaleiknum. Liðin mætast innbyrðis nú klukkan 20:15.
Við óskum Þrótturum til hamingju!