fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Mjólkurbikar kvenna: Þróttur í úrslit í fyrsta sinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þróttur Reykjavík er kominn í bikarúrslit í kvennaflokki. Þetta er í fyrsta sinn sem Þróttur fer í úrslitaleikinn. Liðið burstaði FH á heimavelli í undanúrslitunum í dag.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en það voru heimakonur sem leiddu eftir hann. Linda Líf Boama skoraði markið um miðjan fyrri hálfleik.

Það var svo á síðustu 20 mínútum leiksins sem Þróttarar kláruðu dæmið.

Andrea Rut Bjarnadóttir tvöfaldaði forystu þeirra á 69. mínútu. Stuttu síðar fór Dani Rhodes langt með að gera út um leikinn er hún skoraði þriðja mark Þróttar.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir átti svo eftir að bæta einu marki við fyrir heimakonur. Lokatölur 4-0.

Þróttur mætir annað hvort Val eða Breiðabliki í úrslitaleiknum. Liðin mætast innbyrðis nú klukkan 20:15.

Við óskum Þrótturum til hamingju!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Goðsögn United ósátt með ákvörðun sumarsins – „Ég hafði aldrei heyrt um Lammens“

Goðsögn United ósátt með ákvörðun sumarsins – „Ég hafði aldrei heyrt um Lammens“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Unai Emery segir að Sancho sé ekki í nógu góðu formi

Unai Emery segir að Sancho sé ekki í nógu góðu formi
433Sport
Í gær

Breiðablik í pottinum á morgun

Breiðablik í pottinum á morgun
433Sport
Í gær

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni