fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Mjólkurbikar kvenna: Þróttur í úrslit í fyrsta sinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þróttur Reykjavík er kominn í bikarúrslit í kvennaflokki. Þetta er í fyrsta sinn sem Þróttur fer í úrslitaleikinn. Liðið burstaði FH á heimavelli í undanúrslitunum í dag.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en það voru heimakonur sem leiddu eftir hann. Linda Líf Boama skoraði markið um miðjan fyrri hálfleik.

Það var svo á síðustu 20 mínútum leiksins sem Þróttarar kláruðu dæmið.

Andrea Rut Bjarnadóttir tvöfaldaði forystu þeirra á 69. mínútu. Stuttu síðar fór Dani Rhodes langt með að gera út um leikinn er hún skoraði þriðja mark Þróttar.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir átti svo eftir að bæta einu marki við fyrir heimakonur. Lokatölur 4-0.

Þróttur mætir annað hvort Val eða Breiðabliki í úrslitaleiknum. Liðin mætast innbyrðis nú klukkan 20:15.

Við óskum Þrótturum til hamingju!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands