fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Mjólkurbikar kvenna: Þróttur í úrslit í fyrsta sinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þróttur Reykjavík er kominn í bikarúrslit í kvennaflokki. Þetta er í fyrsta sinn sem Þróttur fer í úrslitaleikinn. Liðið burstaði FH á heimavelli í undanúrslitunum í dag.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en það voru heimakonur sem leiddu eftir hann. Linda Líf Boama skoraði markið um miðjan fyrri hálfleik.

Það var svo á síðustu 20 mínútum leiksins sem Þróttarar kláruðu dæmið.

Andrea Rut Bjarnadóttir tvöfaldaði forystu þeirra á 69. mínútu. Stuttu síðar fór Dani Rhodes langt með að gera út um leikinn er hún skoraði þriðja mark Þróttar.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir átti svo eftir að bæta einu marki við fyrir heimakonur. Lokatölur 4-0.

Þróttur mætir annað hvort Val eða Breiðabliki í úrslitaleiknum. Liðin mætast innbyrðis nú klukkan 20:15.

Við óskum Þrótturum til hamingju!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband