fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Viðurkennir að hafa mútað öryggisverði til að fá að fara inn á völlinn – ,,Settu peninginn í vasann minn á meðan ég leita á þér“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 09:10

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestur sem fór miðalaus inn á Wembley á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudag hefur viðurkennt að hann hafi mútað öryggisverði til að komast inn. Maðurinn ræddi við Guardian. 

Það skapaðist mikil ringulreið fyrir utan Wembley fyrir úrslitaleikinn. Þar var allt of mikið af fólki samankomið, fjöldi fólks var ekki með miða á völlinn en ætlaði sér samt inn. Á endanum komst nokkur fjöldi inn á völlinn án miða.

Maðurinn sem ræddi við Guardian segir að hægt hafi verið að múta sumum öryggisvörðum fyrir allt niður í 20 pund (um 3500 íslenskar krónur).

,,Settu peninginn í vasann minn á meðan ég leita á þér,“ á einn öryggisvörður að hafa sagt við manninn sem um ræðir. Sá borgaði 120 pund (rúmar 20 þúsund íslenskar krónur).

Málið þykir auðvitað grafalvarlegt, enda erfitt að hafa hemil á hlutunum þegar ekki einu sinni þeir sem vinna við það sinna hlutverki sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svarar til saka – Segir það hafa verið grín að tengja fólk við barnaníð og morð

Svarar til saka – Segir það hafa verið grín að tengja fólk við barnaníð og morð
433Sport
Í gær

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Í gær

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá