Valur, Breiðablik og FH munu öll vera á meðal þátttökuliða í 2. umferð Sambandsdeildar UEFA.
Valur datt úr leik gegn Dinamo Zagreb í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu og fer því niður í Sambandsdeildina. Þar mun liðið mæta Noregsmeisturum Bodo/Glimt.
Breiðablik sló Racing Union úr leik, samanlagt 4-2, liðið mætir norska liðinu Austria Vín í 2. umferð.
FH sló út Sligo Rovers. Samanlagt fór þeirra einvígi 3-1. FH mætir Rosenborg í næstu umferð.
Því miður tókst Stjörnunni ekki að fylgja íslensku liðunum í 2. umferð keppninnar. Liðið datt úr leik gegn Bohemians í kvöld.
Íslensku liðin í 2. umferð Sambandsdeildarinnar
Valur-Bodo/Glimt – Fyrri leikur að Hlíðarenda þann 22. júlí
Austria Vín-Breiðablik – Fyrri leikur í Austurríki þann 22. júlí
FH-Rosenborg – Fyrri leikur í Kaplakrika þann 22. júlí
Seinni leikirnir fara svo fram viku síðar