Georgina Rodriguez, unnusta knattspyrnustjörnunnar Cristiano Ronaldo, er mætt á árlegu kvikmyndahátíðina í Cannes í Frakklandi.
Eftir að hún mætti á frönsku rivíeruna birti hún svo mynd af sér þar sem mátti sjá vel í 105 milljóna króna trúlofunarhringinn sem Ronaldo gaf henni fyrr í sumar.
Þess má geta að þetta er dýrasti trúlofunarhringur sem knattspyrnumaður hefur nokkurn tímann gefið maka sínum.
Ronaldo og Georgina, ásamt börnum sínum, hafa undanfarna daga haft það huggulegt á snekkju sinni í kringum Maíorka.
Hér fyrir neðan má sjá Georgina er hún mætti til Cannes.