Charlie Perry, 25 ára gamall Englendingur, fór hamförum fyrir úrslitaleik Evrópumótsins á milli Englands og Ítalíu á sunnudag.
Perry drakk til að mynda 20 áfenga sídera og tók inn helling af kókaíni yfir sunnudaginn áður en hann gekk svo miðalaus inn á Wembley, þar sem úrslitaleikurinn fór fram. Djammið hjá Perry hófst um klukkan 08:30 um morguninn, tæpum tólf klukkutstundum fyrir leik. Það má því gera ráð fyrir að með leiknum sjálfum hafi djammið staðið yfir í um 15 klukkustundir.
Öryggisgæsla fyrir utan völlinn í kringum úrslitaleikinn hefur verið harkalega gagnrýnd. Fjöldi fólks ruddist inn án þess að eiga miða.
Sumir mútuðu öryggisvörðum til að komast inn á völlinn. Perry var einn af þeim. Hann kveðst stoltur af athæfinu og segist ,,ekki sjá eftir neinu.“
,,Þetta var stærsti dagur lífs míns. Það voru engar reglur. Það eina sem ég veit er að ég elskaði þetta. Ég var alveg farinn og elskaði hverja mínútu,“ sagði Perry.
Eftir að hafa farið miðalaus inn á völlinn tók Perry svo mynd af sér á vellinum og birti á samfélagsmiðlum.
Fyrr um daginn hafði Perry verið á götum Lundúna og gerst sekur um alls konar ólæti. Sem fyrr segir hafði hann drukkið mikið áfengi. Þá náðist hann einnig á mynd þar sem hann tók inn kókaín.
Það sem vakti mesta athygli var þegar Perry tróð logandi blysi upp í rassinn á sér.
,,Blysið brann í um 10 sekúndur hjá rasskinnunum. Ég fann ekkert fyrir því þar sem ég var undir miklum áhrifum. Það manaði mig enginn upp í þetta. Þetta var ekki skynsamlegur hlutur til að gera,“ viðurkenndi Perry.