fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Sjáðu myndirnar: Ungur maður kom sér í fréttirnar eftir 15 tíma djamm – Tók inn mikið kókaín og tróð logandi blysi upp í rassinn á sér

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 14:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Charlie Perry, 25 ára gamall Englendingur, fór hamförum fyrir úrslitaleik Evrópumótsins á milli Englands og Ítalíu á sunnudag.

Perry drakk til að mynda 20 áfenga sídera og tók inn helling af kókaíni yfir sunnudaginn áður en hann gekk svo miðalaus inn á Wembley, þar sem úrslitaleikurinn fór fram. Djammið hjá Perry hófst um klukkan 08:30 um morguninn, tæpum tólf klukkutstundum fyrir leik. Það má því gera ráð fyrir að með leiknum sjálfum hafi djammið staðið yfir í um 15 klukkustundir.

Öryggisgæsla fyrir utan völlinn í kringum úrslitaleikinn hefur verið harkalega gagnrýnd. Fjöldi fólks ruddist inn án þess að eiga miða.

Sjá einnig: Viðurkennir að hafa mútað öryggisverði til að fá að fara inn á völlinn – ,,Settu peninginn í vasann minn á meðan ég leita á þér“

Sumir mútuðu öryggisvörðum til að komast inn á völlinn. Perry var einn af þeim. Hann kveðst stoltur af athæfinu og segist ,,ekki sjá eftir neinu.“

,,Þetta var stærsti dagur lífs míns. Það voru engar reglur. Það eina sem ég veit er að ég elskaði þetta. Ég var alveg farinn og elskaði hverja mínútu,“ sagði Perry.

Eftir að hafa farið miðalaus inn á völlinn tók Perry svo mynd af sér á vellinum og birti á samfélagsmiðlum.

Charlie Perry á vellinum.

Fyrr um daginn hafði Perry verið á götum Lundúna og gerst sekur um alls konar ólæti. Sem fyrr segir hafði hann drukkið mikið áfengi. Þá náðist hann einnig á mynd þar sem hann tók inn kókaín.

Það sem vakti mesta athygli var þegar Perry tróð logandi blysi upp í rassinn á sér.

,,Blysið brann í um 10 sekúndur hjá rasskinnunum. Ég fann ekkert fyrir því þar sem ég var undir miklum áhrifum. Það manaði mig enginn upp í þetta. Þetta var ekki skynsamlegur hlutur til að gera,“ viðurkenndi Perry.

Charlie Perry með blysið umtalaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óvænt klásúla í samningi Mourinho

Óvænt klásúla í samningi Mourinho
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fylgjast með hvort Chelsea brjóti á réttindum leikmanna

Fylgjast með hvort Chelsea brjóti á réttindum leikmanna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meistaradeildin: Rashford magnaður í sigri á Newcastle – City tókst að klára tíu leikmenn Napoli

Meistaradeildin: Rashford magnaður í sigri á Newcastle – City tókst að klára tíu leikmenn Napoli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein
433Sport
Í gær

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur
433Sport
Í gær

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti