Ítalski knattspyrnufréttamaðurinn Tancredi Palmeri birti ansi skemmtilegt myndband á Twitter í dag. Þar gerði hann grín að því hvernig ítalskir landsliðsmenn haga sér nákvæmlega eftir staðalímyndum á myndbandinu.
Ítalir eru þekktir fyrir það að nota hendurnar mikið til að undirstrika það sem þeir eru að segja. Í myndbandinu má sjá leikmennina gera akkúrat það.
,,Hættið með þessar staðalímyndir um að Ítalir noti hendurnar svona mikið þegar þeir tala. Það er ekki s…“ skrifaði Palmeri léttur með færslunni.
Stop with this stereotype about Italians doing hand gestures.
It’s not t pic.twitter.com/5EUnXz8tJJ— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) July 15, 2021