Hinn virti blaðamaður Fabrizio Romano segir það ekki rétt að Chelsea sé búið að bjóða í Erling Braut, Haaland, framherja Dortmund.
Sky Sports í Þýskalandi hélt því fram í dag að Chelsea hefði boðið Callum Hudson-Odoi og/eða Tammy Abraham, ásamt fjárhæð, til Dortmund í skiptum fyrir Haaland. Svo virðist hins vegar ekki vera, ekki formlega í hið minnsta.
Dortmund mun ekki leyfa leikmanninum að fara í sumar nema að svakalegt boð berist í hann.
Næsta sumar verður hann hins vegar fáanlegur á aðeins 75 milljónir evra, vegna klásúlu.
Hinn tvítugi Haaland hefur raðað inn mörkunum undanfarin tímabil. Hann mun fara í stærra félag fyrr eða síðar.
Borussia Dortmund have not received any official bid yet for Haaland. BVB know about Chelsea interest, their position is clear: if a “crazy” bid won’t arrive, he’ll stay. 🟡🇳🇴 #BVB
If Haaland stays, the race will be open to many clubs next summer – €75m release clause. #CFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 15, 2021