FH er komið áfram í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar UEFA eftir sigur á Sligo Rovers frá Íralandi ytra í dag.
Um seinni leik liðanna var að ræða. FH fór með forystu inn í þennan leik eftir að hafa unnið fyrri leikinn í Kaplakrika 1-0.
Steven Lennon kom FH yfir í lok fyrri hálfleiks. Gestirnir leiddu í leikhléi.
Lennon tvöfaldaði svo forystu Hafnfirðinga af vítapunktinum á 49. mínútu.
Sligo fékk víti í lok leiks. Úr því skoraði Johny Kenny. Það var þó of lítið og of seint fyrir Íranna.
Lokatölur í kvöld urðu 1-2 fyrir FH. Þeir vinna því einvígið samanlagt 3-1 og er liðið komið í næstu umferð.
Rosenborg verður andstæðingur FH í 2. umferð.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr leiknum.