Callum Hudson-Odoi, leikmaður Chelsea, hefur valið að spila fyrir landslið Gana frekar en það enska. Fjölmiðlar í Gana greina frá þessu.
Hinn tvítugi Hudson-Odoi á þrjá A-landsleiki að baki fyrir Englands hönd. Hann getur þó enn skipt um landslið vegna nýrra reglna sem gera leikmönnum kleyft að skipta ef þeir hafa ekki leikið meira en þrjá leiki fyrir aðra þjóð.
Sagt er að Hudson-Odoi hafi tekið ákvörðunina eftir að hafa séð það kynþáttaníð sem Marcus Rashford, Bukayo Saka og Jadon Sancho urðu fyrir í kjölfar þess að klikka á vítaspyrnum sínum í úrslitaleik Evrópumótsins.
Hjá Gana mun Hudson-Odoi leika með mönnum á borð við Thomas Partey, Jeffrey Schlupp og bræðrunum Jordan og Andre Ayew.