fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

City sagt vera að gefast upp á Kane og hjóla í annan heimsklassa framherja

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 08:53

Harry Kane.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City er að gefast upp á því að reyna að landa Harry Kane frá Tottenham. Þess í stað ætlar félagið að snúa sér að Robert Lewandowski, framherja Bayern Munchen. Þetta kemur fram í frétt Daily Mail í morgun.

Kane hefur verið sterklega orðaður við Manchester City í sumar. Þá er talið að leikmaðurinn sjálfur vilji yfirgefa Tottenham. Daniel Levy, formaður félagsins, hefur hins vegar staðið fastur á því að Kane verði ekki seldur í sumar.

Því ætlar Man City nú að athuga stöðuna á hinum 32 ára gamla Robert Lewandowski.

Pólverjinn hefur átt ótrúleg ár með Bayern frá því hann kom til félagsins árið 2014. Hann hefur skorað 203 mörk í 219 leikjum fyrir félagið.

Lewandowski á tvö ár eftir af samningi sínum við Bayern. Endursemji hann ekki við félagið í sumar gæti það freistast til að selja hann. Það er vegna þess að næsta sumar, þegar leikmaðurinn mun aðeins eiga eitt ár eftir af samningi sínum, snarlækkar verðið á honum.

Lewandowski hefur einnig verið orðaður við Real Madrid í fjölda ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts