Younis Ali hefur verið ráðinn nýr stjóri Al-Arabi í Katar. Hann tekur við liðinu af Heimi Hallgrímssyni sem hætti með liðið í vor.
Ali gerði samning út næstu leiktíð til að byrja með.
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, leikur með Al-Arabi.
Al-Arabi hafnaði í sjöunda sæti í katörsku efstu deildinni í fyrra. Alls leika tólf lið í deildinni.
تم التعاقد رسمياً مع المدرب يونس علي لقيادة الفريق الأول لكرة القدم لمدة موسم واحد
🔴⚪️ pic.twitter.com/iGOS0gCFBr— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) July 15, 2021