KV tók á móti Kára í 12 .umferð 2. deildar karla í kvöld og vann góðan sigur.
Kristján Páll Jónsson kom KV yfir snemma leiks. Nikola Dejan Djuric gerði annað mark liðsins um miðjan seinni hálfleik. Lokatölur 2-0.
KV er í öðru sæti deildarinnar með 22 stig eftir tólf leiki.
Kári er í næstneðsta sæti, fallsæti, með 6 stig, 6 stigum frá öruggu sæti.