Lecce og FH hafa komist að samkomulagi um að fyrra liðið kaupi Þóri Jóhann Helgason. Hjörvar Hafliðason greinir frá þessu á Twitter.
Þórir mun halda strax út og skrifa undir fjögurra ára samning. Hann klárar því ekki tímabilið með FH-ingum.
Þessi tvítugi miðjumaður hafði til að mynda verið orðaður við Val og Breiðablik hér heima en ekkert verður úr því.
Lecce festi einnig kaup á Brynjari Inga Bjarnasyni frá KA á dögunum.
Lecce og FH hafa komist að samkomulagi um kaup ítalska liðsins á Þóri Jóhanni Helgasyni. Þórir fer strax út og gerir 4 ára samning við liðið. Loksins selja FH-ingar leikmann.
Lecce er gott Serie B lið. Fyrr í mánuðinum keypti liðið Brynjar Bjarnason frá KA. pic.twitter.com/MDMBY31GNV— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 14, 2021