Þrátt fyrir að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sé þekktur fyrir að vera ansi hógvær maður þá býr hann eins og konungur.
Hann á gamldags setur á Jórvíkurskíri sem er ansi glæsilegt. Það er metið á um 646 milljónir íslenskra króna.
Í húsinu eru sex svefnherbergi sem og kvikmyndasalur og vínkjallari svo eitthvað sé nefnt.
Þá er veröndin ansi smekkleg, líkt og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.
Southgate komst hársbreidd frá því að færa ensku þjóðinni Evrópumeistaratitil á dögunum. Liðið tapaði fyrir Ítalíu í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum.