Hinn 18 ára gamli Pedri átti frábært Evrópumót með spænska landsliðinu í sumar. Tölfræði hans frá mótinu er ansi góð.
Spánn fór í undanúrslit mótsins þar sem liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítölum. Pedri var lykilmaður í liðinu.
Til að mynda rötuðu 92% af sendingum hans á réttan mann. Þá bjó hann til 11 færi fyrir liðsfélaga sína og átti 54 sendingar inn á síðasta þriðjung vallarins. Tölfræðina í heild má sjá neðst í fréttinni.
Pedri er leikmaður Barcelona. Ætla má að hann fái stórt hlutverk hjá liðinu á næstu leiktíð.
Pedri’s #EURO2020 by numbers:
629 minutes
467 total passes [92%]
66 progressive carries
54 passes into final 1/3
43 progressive passes
29 carries into final 1/3
27 shot-creating actions
11 chances created
5 goal-creating actions
4 through ballsMagician. 🪄 pic.twitter.com/WKKB6ZWdZa
— Statman Dave (@StatmanDave) July 13, 2021