Memphis Depay skrifaði nýverið undir hjá Barcelona. Daily Mail rifjaði þá upp tíma hans hjá Manchester United og ræddi blaðamaður við Wayne Rooney.
Depay gekk til liðs við Manchester United frá PSG Eindhoven í júní árið 2015 og fékk treyju númer 7. Hann átti erfiða tíma í Manchester og menn voru ósáttir við hegðun hans hjá félaginu.
Wayne Rooney gaf Depay góð ráð á sínum tíma sem sá síðarnefndi hundsaði. Snerist það um þegar Depay mætti á varaliðsleik hjá United á Rolls Royce í leðurjakka og með kúrekahatt.
Depay átti sök á marki í tapi gegn Stoke 26. Desember árið 2015 og var hann tekinn út af í hálfleik og sagt að mæta á varaliðsleik daginn eftir. Rooney ráðlagði honum hvernig ætti að takast á við þetta og sagði honum að taka þessu af auðmýkt og koma ekki í rándýrum flíkum á leikinn. Kappinn hlustaði ekki og var Rooney sár að hann hafi ekki tekið ráðum hans að sögn Daily Mail.