PSG hefur staðfest komu Gianluigi Donnarumma til félagsins. Leikmaðurinn skrifar undir fimm ára samning. Leikmaðurinn var áður hjá AC Milan en leikmaðurinn komst ekki að samkomulagi við félagið um nýjan samning.
Donnarumma er talinn vera einn besti markvörður heims í dag og var meðal annars valinn leikmaður Evrópumótsins í knattspyrnu sem var að ljúka. Þá varð hann Evrópumeistari með Ítalíu.
Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall en hann á að baki 33 landsleiki og 251 leik fyrir AC Milan sem er ótrúlegt fyrir svona ungan leikmann.
Keylor Navas hefur staðið vaktina í markinu hjá PSG síðustu ár og þarf Donnarumma að keppa við hann um byrjunarliðssæti.