Messi vann loksins titil með Argentínu á aðfaranótt sunnudags er Argentína sigraði Brasilíu í úrslitaleik Copa America. Messi átti frábært mót og var meðal annars markahæsti maður mótsins.
Messi fagnaði þessum langþráða sigri augljóslega vel og innilega og skellti í mynd á Instagram þar sem hann var sjálfur ber að ofan og brosti breitt með bikarinn. Þessi mynd vakti athygli og hafa nú yfir 19 milljónir manna sett „like“ á myndina sem gerir þetta að vinsælustu íþróttamynd sögunnar á Instagram.