Lionel Messi mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Barcelona og lækka laun sín um helming. Þetta kemur fram í spænska miðlinum SPORT.
Messi varð á dögunum samningslaus eftir 21 ár hjá Börsungum. Því hefur þó verið haldið fram í sumar að leikmaðurinn muni krota undir nýjan samning við félagið.
Barcelona er í miklum fjárhagserfiðleikum. Með því að taka á sig launalækkun er argentíski snillingurinn að hjálpa félaginu sínu verulega.
Talið er að Barcelona muni opinbera nýjan fimma ára samning við Messi í lok mánaðar.
Messi vann á dögunum sinn fyrsta titil með argentíska landsliðinu. Þá lyfti liðið Suður-Ameríkubikarnum.