fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Leikmenn í unglingaliði Portsmouth í vandræðum vegna rasisma

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portsmouth og enska knattspyrnusambandið hafa hafið rannsókn vegna ásakana um að leikmenn liðsins hafi gerst sekir um rasisma í hópspjalli sem var lekið á samfélagsmiðla. Kynþáttaníðin beindist að leikmönnum enska landsliðsins sem klúðruðu víti í úrslitaleik EM.

Skjáskot af spjalli leikmannanna á Snapchat hefur verið í dreifingu en þar gerðust þeir sekir um rasisma og sendu meðal annars apatákn á milli og gerðu grín að Rashford, Sancho og Saka sem klúðruðu sínum vítaspyrnum.

Portsmouth sendi frá sér yfirlýsingu og segir félagið að málið sé í skoðun.

„Við vitum af þessum myndum sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum sem koma hugsanlega frá u18 spjallinu þar sem má finna rasísk ummæli.“

„Klúbburinn hefur hafið rannsókn og við munum láta vita þegar henni hefur verið lokið.“

„Portsmouth fyrirlítur rasisma og hann á engan stað í fótboltanum,“ sagði í yfirlýsingu félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“