Rúmlega ein milljón manna hefur skrifað undir til þess að krefjast þess að þeir sem gerist sekir um kynþáttaníð gagnvart fótboltamönnum verði bannaðir frá því að fara á leiki út ævina.
Þrír enskir leikmenn urðu fyrir kynþáttaníði eftir að þeir klúðruðu vítaspyrnum í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitum EM.
Nú hefur fjöldi fólks skrifað undir til þess að krefjast afleiðinga fyrir þá sem gerast sekir um að beita fótboltamenn kynþáttaníði. Ýmis fræg nöfn má finna á listanum.
Þessi undirskriftalisti heitir „Bönnum rasista frá fótboltaleikjum á Englandi að eilífu“ og var stofnaður eftir kynþáttaníðina í kjölfar úrslitaleiksins EM.
Lengi hefur verið kallað á að samfélagsmiðlar taki harðar á þeim notendum sem gerast sekir um rasisma og til dæmis hafa komið upp hugmyndir um að hver notandi þurfi að staðfesta með vegabréfi hver viðkomandi sé. Þá væri auðveldara að hafa uppi á fólki og refsa þeim fyrir svona hegðun á netinu.