fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

,,Þeir hefðu verið fangelsaðir þarna í Króatíu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 16:00

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari KFA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dinamo Zagreb kallaði nokkra af sínu bestu leikmönnum til baka úr fríi til að taka þátt í seinni leiknum gegn Val í gær í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Dinamo bjóst líklega við að valta yfir einvígið og því voru bestu leikmenn liðsins í fríi – þar sem margir af þeim tóku þátt í Evrópumótinu með landsliðum sínum – í fyrri leiknum í Króatíu fyrir viku.

Það fór þó ekki betur en svo fyrir Dinamo að liðið sigraði Val aðeins 3-2 í fyrri leiknum.

Því var ákvðeið að kalla bestu leikmennina til baka. Mario Gavranovic, sem skoraði jöfnunarmark Sviss gegn Frökkum í 16-liða úrslitum EM, var til að mynda kallaður til baka. Þá voru króatísku landsliðsmennirnir Bruno Petkovic, Luka Ivanusec og Mislav Orsic einnig kallaðir úr fríi til að mæta á Hlíðarenda í gær.

Þeim tókst að vinna seinni leikinn í 0-2 og einvígið því samanlagt 5-2.

,,Í þeirra rosalegustu draumum þá voru þeir aldrei að fara að spila í þessu einvígi. Eins og Rikki (Ríkharð Óskar Guðnason) segir, þeir bara lentu í veseni í restina á síðasta leik og voru bara kallaðir til að spila þennan leik,“ sagði Mikael Nikulásson í hlaðvarpsþættinum The Mike Show.

Mikael bætti við að það hefði verið algjör skandall fyrir Dinamo að detta úr leik gegn Val í gær.

,,Þeir hefðu farið í Conference League (Sambandsdeildina) ef þeir hefðu tapað þessu fyrir Val. Þeir hefðu bara verið fangelsaðir þarna í Króatíu.“

Lið Dinamo er virkilega sterkt og telur Mikael þá geta farið langt í Meistaradeildinni.

,,Þetta er lið sem getur mögulega komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“