Einkaþota Lionel Messi þurfti að seinka brottför sinni frá Rosario-flugvellinum í Argentínu í gær vegna sprengjuhótunar.
Messi var á leið heim til Spánar eftir að hafa tekið þátt í Suður-Ameríkumótinu með argentíska landsliðinu.
Það var hins vegar maður á vellinum sem hélt því fram að hann hefði sprengju í ferðatösku sinni. Vegna öryggisástæðna þurfti að seinka öllum flugum.
Málið var leyst nokkuð fljótlega eftir að hótunin átti sér stað. Seinkunin setti þó strik í reikninginn fyrir Messi, sem og fleiri ferðamenn.