Fimmtugur karlmaður var handtekinn fyrir að vera með kynþáttaníð í garð Marcus Rashford í færslu á Twitter.
Þeir Rashford, Bukayo Saka og Jadon Sancho urðu allir fyrir aðkasti frá kynþáttahöturum eftir að hafa ekki tekist að skora úr vítaspyrnum sínum í úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudag. Allir leikmenn eru dökkir á hörund.
Lögreglan hefur nú aðhafst og handtekið einn mann fyrir kynþáttahatrið. Honum var þó sleppt aftur úr haldi en tekið er fram að rannsóknin á honum haldi þó áfram.
Maðurinn sem um ræðir þjálfar börn í knattspyrnu.
Í fréttaskýringu Sky tók sagði fréttamaður færsluna vera ansi ósmekklega. ,,Ég er búinn að sjá hvað hann skrifaði. Það er hræðilegt og ég deili því ekki með ykkur.“
Hér fyrir neðan má sjá fréttaskýringu Sky í heild sinni.
🚨 BREAKING 🚨
Police have arrested and released a 50 year old man after a racist tweet was aimed at Marcus Rashford pic.twitter.com/yg69Xbxzvd
— Football Daily (@footballdaily) July 13, 2021