fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

,,Það er búið að reyna allt og alltaf er niðurstaðan sú sama“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 11:00

Frá Eimskipsvellinum, heimavelli Þróttar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég held það þurfi kraftaverk til að Þróttarar bjargi sér (frá falli),“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í markaþætti Lengjudeildarinnar á Hringbraut í gær.

Þróttur Reykjavík hefur aðeins 7 stig eftir ellefu leiki í Lengjudeildinni í ár. Liðið er 2 stigum frá öruggu sæti.

Þróttarar hafa verið í fallbaráttu í næstefstu deild undanfarin tímabil en þó alltaf tekist að bjarga sér fyrir horn.

,,Það er ljóst að þjálfarar eru ekki vandamálið í Þrótti. Það er búið að reyna allt og alltaf er niðurstaðan sú sama. Það er kjallarabaráttan. Það er bara greinilega eitthvað sem þarf að breyta í félaginu,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, þáttastjórnandi.

Kristján Óli segir að stöðvun á tímabilinu í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins hafi bjargað Þrótti frá falli það árið.

,,Í lok tímabils í fyrra voru þeir nú komnir með fjóra eða fimm þjálfara og þeir héldu sér náttúrulega bara uppi af því mótið var blásið af. Þeir hefðu alveg getað farið niður þá. Þetta er búið að hanga yfir dalnum. Vonandi bara læra þeir af þessu og koma þá bara sterkari upp á næsta ári.“

Umræðuna um Þrótt sem og markaþátt Lengjudeildarinnar í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Í gær

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Í gær

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York