fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Standa við bakið á manninum sem er sakaður um andlegt og líkamlegt ofbeldi – ,,Mismunandi hvernig fólk skilgreinir andlega niðurlægingu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 08:49

Peter Hyballa. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarformaður danska B-deildarliðsins Esbjerg, Michael Kalt, segir að stjórnin standi við bakið á þjálfara liðsins, Peter Hyballa, þrátt fyrir ásakanir um andlegt og líkamlegt ofbeldi gagnvart leikmönnum.

Hinn þýski Hyballa tók við Esbjerg fyrir rúmum mánuði síðan. Ólafur Kristjánsson var áður stjóri liðsins en hann var látinn fara í vor.

Þjóðverjinn er sagður allt annað en vinsæll á meðal leikmanna liðsins sem vilja sjá hann fara. Hann er sagður beita afar óhefðbundnum og hörðum aðferðum á leikmenn, bæði andlegum og líkamlegum. Hann á til að mynda að hafa klipið um brjóstkassa leikmanns og sagt ,,þú ert með stærri brjóst en konan þín.“

Kalt segir þó að stjórnin muni styðja við Hyballa.

,,Við munum styðja Peter að fullu og ég held að ósættið endurspegli ekki skoðanir allra leikmanna. Það verður alltaf hluti af leikmönnum sem er óánægður með félagið vegna breytinga á leikstílnum. En við verðum að virða hvorn annan, Peter verður minntur á það,“ sagði stjórnarformaðurinn við BT. 

Kalt bætti einnig við að menningarmunur gæti verið á milli landa. Hyballa hefur starfað í Þýskalandi, H0llandi, Póllandi og Slóvakíu svo eitthvað sé nefnt.

,,Er það í lagi að niðurlægja einhvern andlega? Nei. Er mismunandi hvernig fólk skilgreinir andlega niðurlægingu? Klárlega. Það eru hlutir sem þú getur ekki sagt í Danmörku sem ég lofa ykkur að yrðu ekki álitnir sem andlega niðurlægjandi í Bandaríkjunum. En það skiptir ekki máli. Ef að venjurnar eru svona í Danmörku þá aðlögum við okkur.“

Ísak Óli Ólafsson og Andri Rúnar Bjarnason eru báðir á mála hjá Esbjerg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Í gær

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Í gær

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York