Bukayo Saka klikkaði á síðustu spyrnu Englendinga í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins á dögunum.
Ítalía sigraði þar með leikinn og varð Evrópumeistari. Marcus Rashford og Jadon Sancho höfðu þó báðir klikkað á sínum spyrnum á undan Saka.
Eins og gefur að skilja er virkilega erfitt að taka víti í úrslitaleik stórmóts þar sem heimsbyggðin fylgis með. Hvað þá ef spyrnan klikkar.
Hér fyrir neðan má sjá mynd af móður Saka þar sem hún reynir að hughreysta 19 ára son sinn á erfiðu augnabliki.
Bukayo Saka in tears with his Mum after the match. Heartbreaking. Keep your head up. You’re only 19. Got the whole world at your feet. 💔 pic.twitter.com/K3rO9ZgGjf
— FootballFunnys (@FootballFunnnys) July 13, 2021