Hinn 33 ára gamli markvörður, Rui Patricio, er kominn til AS Roma á Ítalíu. Félagið hefur staðfest þetta.
Portúgalinn kemur frá Wolves á um 12 milljónir evra. Hann hefur leikið með enska félaginu í þrjú ár.
Patricio skrifar undir þriggja ára samning við ítalska félagið.
Jose Mourinho tók við sem knattspyrnustjóri Roma fyrr í sumar.
🤝 Benvenuto all'#ASRoma, Rui Patricio! 👏@NBFootball pic.twitter.com/y46pw0u2ZY
— AS Roma (@OfficialASRoma) July 13, 2021