Valur er úr leik í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið eftir tap gegn Dinamo Zagreb í kvöld í 1. umferð forkeppninnar. Leikið var að Hlíðarenda.
Fyrri leikur liðanna í Króatíu fór 3-2 fyrir heimamenn. Valur átti því enn möguleika fyrir leikinn í kvöld.
Fyrsti hálftími leiksins var virkilega góður hjá Val. Jafnræði var með liðunum.
Á 31. mínútu kom Luka Ivanusec Dinamo hins vegar yfir. Í kjölfarið tóku gestirnir völdin og fóru með forystu inn í hálfleik.
Valur fékk þó sín tækifæri til að jafna í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki.
Mislav Orsic bætti svo við marki fyrir Dinamo á 88. mínútu. Þá var einvíginu endanlega lokið. Lokatölur 0-2, samanlagt 5-2 fyrir Króatanna.
Dinamo fer áfram í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Valur fer hins vegar í 2. umferð Sambandsdeildarinnar. Þar verða þeir vonandi ásamt þremur íslenskum liðum.